Pretty hurts
Í ljósi þess að ég leni í áhugaverðum samræðum
um daginn varðandi hversu margar ungar stúlkur í dag hafa farið í LÝTA-aðgerð,
og þá er ég ekki bara að tala um silikon heldur er allt í gangi í þessum
bransa. Maður eiginlega bara trúir ekki að ungar stelpur séu virkilega komnar á
þann stað að þær þurfa að láta laga sig þegar þær hafa rétt náð fullum þroska.
Svo ég minnist nú líka á að við erum alltaf að breytast frá degi til dags þó
svo við tökum lítið eftir því. Prufið að skoða myndir af ykkur aftur í tímann,
þó ekki nema 3 ára gamlar J
Fannst þessi svolítið fyndin ;-)
Allavega.. ég var með iPodinn á mér um daginn
og lét allskonar lög rúlla og eitt af þeim var Pretty Hurts með Beyonce sem
örugglega allir hafa heyrt í útvarpinu. Ég hef oft hlustað á það og alveg pælt
aðeins í textanum, en þarna – var ein setning sem greip athygli mína meira en áður, sem
lét mig aftur hugsa um fyrrgreindar samræður..
Perfection is a
disease of a nation...
Og í
enda versins segir svo..
It’s the soul that
needs a surgery.
Núna elska
ég lagið ennþá meira.
Það er voðalega lítið við þetta að bæta,
finnst þessar tvær setningar segja alveg nógu mikið –
en þetta er virkilega
eitthvað sem þarf að skoða og segir allt of mikið um það hvernig heimurinn er í
dag.
No comments :
Post a Comment