8.3.14

*


FRÆ-KEX

Vinkona mín úr skólanum leyfði mér að smakka Frækex hjá sér um daginn 
og uppskriftin var einföld og idiot- proof svo þetta var tilvalið fyrir mig að prófa!



Fjórar tegundir af fræjum

1/2 bolli sesamfræ
1/2 bolli graskersfræ
1/2 bolli chia fræ
1/ 2bolli sólblómafræ

1 bolli vatn 
 1 stór hvítlauksgeiri rifinn
1tsk fínt saxaður laukur
(ég notaði örlítinn rauðlauk, átti hinn ekki til)

Hræra deigið þar til það er orðið þykkt


Fletja það út eins og Ísland og hafið það c.a 5-6mm á þykkt.
1/2 tsk sjávarsalt og/eða Herbamare-krydd til bragðbætis eftir smekk

Ég var svo spennt að elda kexið að ég gleymdi að setja það á, en það kom ekki að sök. 
Næst ætla ég að muna að setja Herbamare-kryddið á.

Inn í ofn í 30 mín við 150gráður
- tekur það út, skerð niður í bita og snýrð því við og aftur inn í 30 mín.


Hér er ég með Túnfisk-sallat sem ég bjó til sjálf á kexinu, smakkaðist mjög vel - 
hefði þó alveg mátt hafa það lengur inn í ofni til að fá það meira crunchy.

í sallatinu er einfaldlega: 

Túnfiskur
Kotasæla
Grænt epli
Rauðlaukur

Gott er að geyma kexið í smellukrukku/boxi eða í endurlokanlegum poka. 

xx




1 comment :

Unknown said...

Þetta lúkkar ekkert smá flott- ætla að prufa þetta næs :)