27.3.14


Hafragrautur, eitt það besta sem ég fæ á morgnanna..


Ég fæ mér hafragraut á hverjum morgni fyrir vinnu, en svo er misjafnt hvað ég fæ mér á frídögum en þá er fínt að breyta til. Finnst svo nauðsynlegt að fá mér eitthvað sem fyllir magann vel því ég hef ekki mikil tök á því að borða almennilega fyrr en um 8-9 leitið í fyrsta lagi. Ég reyni þó að hafa eitthvað meðferðis eða fá mér einn Froosh til dæmis, því ég er samt oft komin með garnagaul kl. 7 ! (borða yfirleitt 04:30)

í þetta skiptið prufaði ég að setja Goji ber og banana. 
Hef ekki alltaf fýlað Goji berin en þau eru að færast ofar á listann.

Elska hvað það er hægt að gera grautinn góðan á marga vegu. 
Einu sinni var ég gjörsamlega húkkt á því að setja Rísmjólk og bláber út á, nommm!

Áfram hafró!

No comments :