Þá er þjálfunin hjá mér farin að rúlla vel af stað! Þetta sumar verður svo skemmtilegt og það er margt á döfinni , byrjuð með tíma í Sporthúsinu Reykjanesbæ og einnig bauðst mér skemmtilegt verkefni sem ég er að hugsa um að taka og læt í ljós þegar búið er að negla það! :) Það verður ágætis stökk í djúpu laugina. Ég er frekar s-p-e-n-n-t !
Annars eru komin nokkur markmið hjá mér
fyrir sumarið varðandi hluti sem mig langar og ÆTLA að gera:
- Heimsækja Jökulsárlón, Vík og einhverja fallega náttúrulaug
- 10km. Maraþon í ágúst
- Ganga Fimmvörðuhálsinn!
- Geta aftur 12 upphýfingar eftir 1 mánuð (10.júlí)
Undir markmið
- Plana þessa ferð!
- Hlaupa 2-3x í viku og/eða 2x HIIT æfingu á viku (bætir þolið gríðarlega!)
- Ganga oftar á Esjuna & fleiri fallega staði (ideas?)
- Byrja á að gera amk. 1x á dag! Svo fleiri eftir því sem ég get.
Útiæfing - útihlaup - útichill - hversu næs var þessi sól um helgina!
Mikið er ég fegin að hafa skellt mér á þessar stuttbuxur í Marshall's í Boston.
Þær eru með föstum hjólabuxum inannundir svo að lærin eða rassinn eru minna að kíkja út ;-)
Ef þú hefur áhuga á að koma í þjálfun til mín (einka-eða hópþjáfun) eða bara að fá skemmtilegt prógram í sumar
þá er emailið mitt tinnaruns@hotmail.com eða inbox á FB er líka í góðu lagi :)
Ekki hika við að senda ef þú hefur einhverjar spurningar!
xx
No comments :
Post a Comment