16.4.14

Um daginn horfði ég á heimildarmyndina "I want to look like that guy" - myndin fjallar um þennan avarage Joe, sem einsog við flest, langaði að koma sér í form - og einmitt líta út einsog "that guy" í auglýsingunum. Hann hafði keypt sér hin og þessi efni sem áttu að hjálpa honum að komast á þann stað. Vöðvastæltur, skorin og flottur. En ekkert af því virtist vera virka, sama hvað hann prufaði. Hm :) Hann setti sig í samband við fitness keppanda og þjálfara sem á sína eigin stöð.Setti sér markmið og á aðeins 6 mánuðum náði hann ótrúlegum breytingum og það er alveg magnað að sjá hvað er hægt að gera með líkamann og móta hann, með virkilega mikilli erfiðisvinnu auðvitað og ekki allaf dans á rósum, en á svona stuttum tíma!

Hér er  trailerinn um myndina -


Hér er svo viðtal við hann eftir þessa tilraun sína og hann segir örstutt frá ferlinu. 




Mig langaði bara að sýna ykkur þetta svona í ljósi þess að framundan er páskamótið í fitness & vaxtarrækt og oftar en ekki hafa hrunið ófá ljót og leiðinleg komment um keppendur á netinu eftir þessar keppnir, og fólk að gera GRÍN af þessu. Ég hef aldrei fattað það? Ég fatta alveg húmorinn hjá Tinnu & Tótu sem eru með fyndna þætti á BRAVÓ sem gera grín af ýktum öfgum í þessu sporti - en við skulum ekki gleyma að þetta er þeirra sport og fólk er að leggja hrikalega mikið á sig til þess að ná árangri. Fólk sem hefur t.d alla sína tíð stundað íþróttir og haft eitthvað að stefna að, svo hættir það og byrjar að stunda ræktina, auðvitað er þetta keppnis fólk sem vill ennþá hafa eitthvað að stefna að. Hvort sem það er að fara á svið í bikiní eða vera fit í friði ;-) Afhverju kemur okkur það við hvað fólk tekur sér fyrir hendur og hefur áhuga á?

Svo er eitt sem mér finnst alveg merkilegt. Ég veit um helling af fólki sem hefur svoleiðis drullað yfir þessar keppnir og fólkið í þeim, sagt þetta vera óheilbrigt og þar fram eftir götunum, og gert grín af þeim/þessu með því að pósta mynd af sér í ræktinni og gera öll þessi hastögg, þið vitið...
 "Vá, fór út að hjóla í 10mín, fit fyrir sumarið" #ifbb #bringfit #bikini #kálímatinn

.. orðið frekar þreytt djók :) 

... en svo ákveður vinkonan/frænkan/vinurinn.. að taka þátt? ÞÁ er þetta ALLT öðruvísi. Því þú veist að manneskjan er að gera þetta á hreilbrigðan máta, því þú þekkir hana. Þú VEIST hvað hún er að leggja mikið á sig. Lækar myndir af henni úr ræktinni og skrifar hvetjandi komment. Já það þarf oft að koma aðeins nær til að skilja hlutina :)

Ég tek ofan af þeim sem ná að halda þetta "kött" matarræði út í 12 vikur - ég veit ekki hvor ég gæti það.  Gætir þú það? Bara svona uppá fönnið? Það er hægara sagt en gert, svona í daglegu lífi þar sem það eru freistingar allstaðar og þú þarft virkilega að standa með sjálfum þér, sama hvað öðrum mætti finnast um það að þú fáir þér ekki köku í þessu afmælisboði og fáir á þig allskonar komment " þú ert nú ekki neitt neitt þú mátt alveg við smá köku!" Til þess þarf mikinn aga og mikla sjálfstjórn. 



Pössum hvað við segjum og oft er ágætt að halda sinni skoðun bara út af fyrir sig. Ég hef t.d enga þörf fyrir að úthúða fólk sem stundar íþrótt eða sinnir áhugamáli sem ég er ekki endilega hlynnt - ég bara pæli þá ekkert í því og hef þá skoðun út af fyrir mig, svo einfalt er það. 

Ég gæti skrifað mikið mikið meira varðandi þetta, 
en ætla að láta þetta duga í bili og endilega horfið á myndina ;-) 

x


4 comments :

Jóna Kristín said...

Ánægð með þig :) Ég skil ekki hvers vegna fólk er leiðinlegt -ætli það sé ekki bara því þeim líður eitthvað illa sjálf..? Jii hvað ég meika heldur ekki þessi hashtag "djók" - ég hef líka alveg heyrt af og séð mynd/komment þar sem er verið að gera grín af mér þó ég sé alls ekki í neinu fitness tengdu.. Vildi innilega óska að fólk væri ekki svona dómhart og leiðinlegt :/

tinnarun said...

Jóna, það er algjörlega málið - öfundsýki og FÁFRÆÐI held ég að eigi best við. (þó það hljómi "klisjulega") Já fólk virðist alltaf hafa rífandi þörf til þess að gera lítið úr því góða sem fólk gerir/hefur áorkað - ÞAÐ er Ísland í dag..sorglegt! -Takk f.kommentið!

Anonymous said...

Þetta er virkilega flottur pistill! Ég sjálf tek ekki þátt í neinum svona keppnum né neitt þannig, en mikið fara þessi grín hashtögg VIRKILEGA í taugarnar á mér, finnst þetta eiginlega vera bara óvirðing!

haha varð að koma þessu frá mér!
Vel skrifað ! :)

tinnarun said...

Takk kærlega fyrir, gaman að heyra það! :)