4.4.14

*

Hindberja-flöff

Virkar sem fínasta millimál með ávöxtum út á..





Ég var á hraðferð og var því ekki að fara borða þetta strax, heldur setti ég inn í ísskáp til að eiga á eftir. Annars hefði ég sett girnilegri mynd með einhverju út á - en hægt er að setja það sem manni lystir út á flöffið! Banana, jarðaber, bláber, kókosflögur, (serjos, já ég gerði það ;-) 
Bara það sem ykkur langar í!


Í þessu er:

1 bolli frosin hindber
1/2 bolli möndlumjólk
1 skeið Vanillu prótein
eilítið minna en c.a 1/2 teskeið Xanthan Gum 

*Xanthan Gum fékk ég í Heilsuhúsinu í Kef, 
en það er einnig til frá NOW í heilsuhorninu í Nettó.
Það er til að gera þetta "flöffað".

Skellið þessu í skálina og hrærið þar til þetta flöffast og verður þykkt! 
MJÖG EINFALT.

Næst ætla ég að prufa með Casein próteini, en það er þykkara og ætti því að flöffast meira. 
Nota þá ef til vill bláber eða eitthvað annað. 

YUM! :)


No comments :