Æfingataskan
Ég ætlaði að vera löngu búin að koma með blogg.. og þá varðandi æfingatöskuna eins og ég hef nefnt einhvern tíman áður.
Jæja ég spýtti í lófana og voila - nú verð ég duglegri! Skólinn aaaalveg að klárast :)))
Þessir æfingaskór, cross bionic 1.0 eru nýjasta viðbótin, henta frábærlega í HIIT
og allskyns hopp & skopp. Mæli ekki með þeim á brettið í einhverja spretti. Elska þá!
Rúlla & Sippuband, nýlega keypt í Target. Hef verið að nota þessa á viðfangið mitt í lokaverkefninu í skólanum, og það er að svínvirka.
Maður er alltof góður við sig og nær oft ekki að rúlla jafn fast/vel á sjálfan sig svo það er killer vont/gott að hafa aðstoðarmann ;-)
Handklæði á sveittu gelluna og grifflur... sem ég er nánast hætt að nota samt.
Teygjur.... ég eeeeelska teygjur! Tveir mismunandi styrkleikar hér.
Og fleiri :)))))) Nota rauðu og bláu MJÖG mikið!
Nuddbolti frá SKLZ - Teygjuband þegar hnéð lætur illa.
Ef ég lykta alveg hrikalega er ég með allra helstu nauðsynjar! Og lásinn góði.
Æfingin er aldrei eins góð ef þú gleymir heyrnatólunum heima! Er búin að nota þessi frá apple alltof alltof lengi og ég heyrði varla í tónlistinni og það kom stundum bara suð í staðinn. Það var alveg komin tími á upgrade ;-)
Fékk litlu í afmælisgjöf og eins og sést þarf ég að hafa hjálparstöffið á svo þau detti ekki úr eyrunum á mér. Ekki alltaf snilld að vera með lítil eyru. Hvítu keypti ég í Boston um daginn og sé ekki eftir þeim! Allt annað líf frá hinum, nú heyri ég í tónlistinni en engu fólki og öskra því stundum á fólk "HÆÆ".
Þessa tösku fékk ég í gjöf fyrir nokkrum árum og nota einna helst á æfingu..
Hún er svo krúttleg og mér þykir voða vænt um hana.