10.6.14

Þá er þjálfunin  hjá mér farin að rúlla vel af stað!  Þetta sumar verður svo skemmtilegt og það er margt á döfinni , byrjuð með tíma í Sporthúsinu Reykjanesbæ og einnig bauðst mér skemmtilegt verkefni  sem ég er að hugsa um að taka og læt í ljós þegar búið er að negla það! :)  Það verður ágætis stökk í djúpu laugina. Ég er frekar s-p-e-n-n-t ! 

Annars eru komin nokkur markmið hjá mér
 fyrir sumarið varðandi hluti sem mig langar og ÆTLA að gera:


- Heimsækja Jökulsárlón, Vík og einhverja fallega náttúrulaug
- 10km. Maraþon í ágúst
- Ganga Fimmvörðuhálsinn!
- Geta aftur 12 upphýfingar eftir 1 mánuð (10.júlí)

Undir markmið

- Plana þessa ferð!
- Hlaupa 2-3x í viku og/eða  2x HIIT æfingu á viku (bætir þolið gríðarlega!)
- Ganga oftar á Esjuna & fleiri fallega staði (ideas?)
- Byrja á að gera amk. 1x á dag! Svo fleiri eftir því sem ég get. 



Útiæfing - útihlaup - útichill - hversu næs var þessi sól um helgina!

Mikið er ég fegin að hafa skellt mér á þessar stuttbuxur í Marshall's í Boston. 
Þær eru með föstum hjólabuxum inannundir svo að lærin eða rassinn eru minna að kíkja út ;-) 

Ef þú hefur áhuga á að koma í þjálfun til mín (einka-eða hópþjáfun) eða bara að fá skemmtilegt prógram í sumar 
þá er emailið mitt tinnaruns@hotmail.com  eða inbox á FB er líka í góðu lagi :) 

Ekki hika við að senda ef þú hefur einhverjar spurningar!

xx 







8.6.14

Búið að vera yndislegt veður..vonum að það haldist bara sem mest út sumarið.... 

Vinir, fjölskylda,góður matur, heilsa, hreyfing, vitleysa, hlátur & spontant ákvarðanir.... 

og síðast en ekki síst - prufa nýja hluti og stíga út fyrir þægindahringinn! 

Það mun einkenna sumarið mitt ;-)





















Haldið áfram að eiga góða helgi. Hugsum vel um okkur & aðra!

xx

7.6.14

Er búin að spá í þessum í smá tíma.. Nú er valkvíði! 











Ég á  samt ein brún sem eru svipuð á lit og í miðjunni - 
Langar mest í svörtu neðstu eða þessi ljósu efst..finnst þau rosalega falleg! 
Hóhó hvað skal velja!
x

30.5.14

Útskrift sl. Laugardag 



Spegla-Selfie kvöldsins..ekki sú besta í bransanum



Mágkonur!


Við Magnea Ósk og útskriftardaman!


Mágkonurnar og frænkan :)


Flottu vinkonur *


Þetta beið í kjallarnum fyrir partý kids


Við Gígja að ræða pólitík í partý.... hooo :)

Svo ekkert fleiri!

25.5.14





















Þeir sem eru með flensuna  eins og ég eftir útskriftir gærdagsins.. já herregud.
 Munið samt að láta ekki einn þunnudag skemma alla vikuna! Byrjum hana vel strax á fyrsta degi - þess vegna í dag ;-)  Ég ætla nýta daginn í lærdóm og rólegheit, eða kanski maður skelli sér í eitt útihlaup hver veit hvað manni dettur í hug svona þegar maður þarf virkilega að vera læra! Koma svo.

19.5.14

Æfingataskan

Ég ætlaði að vera löngu búin að koma með blogg.. og þá varðandi æfingatöskuna eins og ég hef nefnt einhvern tíman áður. 
Jæja ég spýtti í lófana og voila - nú verð ég duglegri! Skólinn aaaalveg að klárast :))) 




Þessir æfingaskór, cross bionic 1.0 eru nýjasta viðbótin, henta frábærlega í HIIT 
og allskyns hopp & skopp. Mæli ekki með þeim á brettið í einhverja spretti. Elska þá!


Rúlla & Sippuband, nýlega keypt í Target. Hef verið að nota þessa á viðfangið mitt í lokaverkefninu í skólanum, og það er að svínvirka. 
Maður er alltof góður við sig og nær oft ekki að rúlla jafn fast/vel á sjálfan sig svo það er killer vont/gott að hafa aðstoðarmann ;-) 


Handklæði á sveittu gelluna og grifflur... sem ég er nánast hætt að nota samt. 


Teygjur.... ég eeeeelska teygjur! Tveir mismunandi styrkleikar hér. 



Og fleiri :)))))) Nota rauðu og bláu MJÖG mikið!




Nuddbolti frá SKLZ - Teygjuband þegar hnéð lætur illa.


Ef ég lykta alveg hrikalega er ég með allra helstu nauðsynjar! Og lásinn góði.




Æfingin er aldrei eins góð ef þú gleymir heyrnatólunum heima! Er búin að nota þessi frá apple alltof alltof lengi og ég heyrði varla í tónlistinni og það kom stundum bara suð í staðinn. Það var alveg komin tími á upgrade ;-) 


Fékk litlu í afmælisgjöf og eins og sést þarf ég að hafa hjálparstöffið á  svo þau detti ekki úr eyrunum á mér. Ekki alltaf snilld að vera með lítil eyru. Hvítu keypti ég í Boston um daginn og sé ekki eftir þeim! Allt annað líf frá hinum, nú heyri ég í tónlistinni en engu fólki og öskra því stundum á fólk "HÆÆ". 


Þessa tösku fékk ég í gjöf fyrir nokkrum árum og nota einna helst á æfingu.. 
Hún er svo krúttleg og mér þykir voða vænt um hana.